Óánægðir Grænlendingar, kosningabarátta í Bretlandi og Mama Cass
Heimsglugginn - Podcast készítő RÚV - Csütörtökök
Kategóriák:
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu óánægju Grænlendinga með stöðu sína í norrænu samstarfi. Múte B. Egede, formanni landsstjórnar Grænlands, var ekki boðið á fund forsætisráðherra Norðurlandanna í Stokkhólmi. Grænlendingar og Færeyingar hafa óskað eftir sjálfstæðri aðild að Norðurlandaráði en það strandar á því að löndin eru ekki sjálfstæð fullvalda ríki. Einnig var rætt um kosningabaráttuna á Bretlandi og að lokum var söngkonan Mama Cass til umræðu. Hún var þekktust fyrir veru sína í The Mamas and the Papas. 50 ár eru liðin frá andláti hennar og lengi hafa verið sögusagnir um að hún hafi kafnað er hún var að borða samloku. Staðreyndin er hins vegar að hún fékk hjartaáfall.