Milljarður Indverja gengur að kjörborðinu

Heimsglugginn - Podcast készítő RÚV - Csütörtökök

Kategóriák:

Jón Ormur Halldórsson, doktor í stjórnmálafræði, var gestur Heimsgluggans. Jón Ormur þekkir vel til á Indlandi. Hann er fyrrverandi háskólakennari og höfundur fjölda greina og bóka um alþjóðamál og að margra mati mati einn skarpasti greinandi alþjóðastjórnmála á Íslandi. Bogi Ágústsson ræddi við hann um þingkosningar sem hefjast á Indlandi í næstu viku og standa fram í maí. Jón Ormur segir það mikið verk að halda kosningar þar sem milljarður manna er á kjörskrá. Lítill vafi leikur á að Narendra Modi forsætisráðherra og flokkur hans BJP vinni sigur í kosningunum. Modi hefur á tíu ára valdatíð sinni þrengt mjög að dómstólum og fjölmiðlum, komið stuðningsmönnum sínum fyrir í lykilembættum og ofsótt pólitíska andstæðinga. Er svo komið að margir efast um að hægt sé að telja Indland lengur í hópi lýðræðisríkja. Þannig spyr franska tímaritið Le Monde Diplomatique á forsíðu aprílheftisins hvort Indland sé nú aðeins lýðræðisríki að nafninu til.