Björgun danskra gyðinga
Heimsglugginn - Podcast készítő RÚV - Csütörtökök
Kategóriák:
Í Heimsglugganum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um dramatíska atburði sem gerðust í Danmörku fyrir réttum 80 árum er langflestum gyðingum var bjargað frá handtöku og flutningi í fangabúiðir nasista. Við heyrðum brot úr dönskum sjónvarpsþætti með viðtölum við nokkur þeirra sem upplifðu þessa atburði. Við heyrðum einnig um Hans Walter Rothenborg, sem var 16 ára þegar fjölskylda hans komst yfir Eyrarsund eftir að hafa verið í felum í nokkra daga í Danmörku. Rothenborg giftist seinna Guðrúnu Sigríði Jakobsdóttur, systur Svövu, Jökuls, Þórs og Jóns Einars Jakobsbarna. Daniel Hans Erlendsson, dóttursonur Rothenborgs, ræddi nýlega við afa sinn um þessa atburði og við heyrðum brot úr því viðtali.