Það er allt í lagi að vera með grín, svo framarlega sem það fer ekki út í sprell
Handkastið - Podcast készítő Handkastið
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Benni Grétars komu í Handkast stúdíóið á þessu sunnudagskvöldi og gerðu upp helgina í handboltanum. Stelpurnar okkar eru að fara í 2 leiki gegn Færeyjum og Portúgal í vikunni. HK skildu ÍR eina eftir á botninum og KA sigraði Fram í Úlfarsárdalnum en fékk að nota 8 leikmenn til þess. Haukar rúlluðu yfir ÍBV í Eyjum í dag án Arons Rafns sem var í löngu planaðari golfferð. Aðalsögulína leiksins voru þó meiðslin sem Daníel Þór Ingason leikmaður ÍBV varð fyrir í gær þegar verið var að taka um samfélagsmiðlaefni fyrir Olísdeildina. Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
