Yfirvofandi hryðjuverkaárás í Kabúl og nýtt skilnaðarfyrirkomulag

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa varað við því að hryðjuverkaárás á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan sé yfirvofandi. Tugir þúsunda hafast þar við og freista þess að komast af landi brott. Flugstöðvarbyggingin hefur ekki verið rýmd en Afganar eru varaðir við að vera nærri flugvellinum. Í síðari hluta þáttarins fræðumst við um skilnaðarfyrirkomulag sem nýtur sífellt meiri vinsælda, það að fráskilið fólk heldur áfram heimilið sem þú bjuggu í með börnunum sínum. Börnin búa áfram á sama stað, foreldrarnir skipta tímanum á millli sín sem þau búa með þeim. Rætt verður við félagsráðgjafa um þessa virkni, kosti og galla þessarar tilhögunnar. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Guðmundar og Þórhildar Ólafsdóttur.