Unga kynslóðin svartsýn og sæðisfrumum fer fækkandi

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Fjöldi daga í heiminum þegar hitastig fer yfir fimmtíu gráður hefur tvöfaldast frá árinu 1980. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn breska ríkisútvarpsins, BBC. Og bón vísindamanna er sú sama; ef við hættum ekki að brenna jarðefnaeldsneyti heldur þessi þróun áfram og fer versnandi. Þá bendir nýleg könnun til þess að yfir sextíu prósent ungs fólks hafi verulegar áhyggjur vegna loftslagsbreytinga. Sæðisfrumum hjá karlmönnum fer ört fækkandi vegna notkunnar efna sem eru skaðleg hormónastarfsemi líkamans. Efni sem geta leynst víða í kringum okkur - svo sem í þvottaefni, snyrtiefnum, raftækjum, textíl og málningu. Svartsýnustu spár segja að sæðisfrumur gætu verið nær alveg horfnar árið 2045 haldi þessi sama þróun áfram. En stenst þetta? Er mannkynið í útrýmingarhættu? Er þetta þróun sem hægt er að snúa við? Hvað getum við gert? Við heyrum hvað Snorri Einarsson, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, sem hefur sérhæft sig í ófrjósemislækningum, hefur við því að segja í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.