Úkraína: Efnahagsþvinganir og hlutleysi
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Fjöldi ríkja hefur gripið til strangra efnahagsþvingana gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Efnahagslegar refsiaðgerðir sem hafa ekki sést í svo miklum mæli í seinni tíð. Og aðgerðirnar virðast strax vera farnar að hafa áhrif. Tilkynnt var um ringulreið á rússneskum fjármálamarkaði á mánudaginn, þá var kauphöllinni lokað, gengi rúblunnar hríðféll og fólk stóð í biðröðum við hraðbanka að reyna að taka út reiðufé. En þótt aðgerðunum sé stýrt þannig að þær hafi sem mest áhrif á stríðið í Úkraínu en sem minnst áhrif á almenning, má engu að síður búast við viðamiklum áhrifum viðskiptaþvingananna á íslenskt efnahagslíf, að sögn Sefáns Vagns Stefánssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Afleiðingar sem fjármálaráðherra segir að Íslendingar verði að sætta sig við. Magdalena Anna Torfadóttir, hagfræðingur, viðskiptablaðamaður og sérstakur gestur Hádegisins um fjármál og efnahagsmál, ræðir við okkur um efnahagsleg áhrif innrásarinnar í fyrri hluta þáttarins. Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hefur lýst yfir hlutleysi ríkisins gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Hann sagði þá ákvörðun tekna í þágu friðar. Leið Brasilíu til að leggja sitt af mörkum til að lausn finnist í deilunni, enda væru Brasilíumenn friðelskandi fólk sem ekki vildi að afleiðingar stríðsins bærust þangað. En hvað felst nákvæmlega í hlutleysi ríkis þegar önnur eiga í vopnuðum átökum? Er raunverulega hægt að vera hlutlaus og hvaða skilaboð sendir það? Við berum málið undir Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.