Trump hraunar yfir Biden og hvað eru ?incels??
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, segir stöðuna sem nú er komin upp í Afganistan, það skammarlegasta sem gerst hafi í bandaríksri sögu. Líkt og við fjölluðum um í gær hér í Hádeginu hafa Talíbanar náð höfuðborginni Kabúl á sitt vald og fara nú tögl og haldir í landinu, á sama tíma herlið Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins eru í óða önn að hverfa frá landinu eftir 20 ára hersetu. Guðmundur Björn tekur nú við og rýnir í viðtal sem Sean Hannity á Fox fréttastöðinni tók við forsetann fyrrverandi í gær. Ungur maður skaut fimm til bana á fimmtudaginn í bresku hafnarborginni Plymouth. Maðurinn tilheyrði hreyfingu manna sem viðhafa öfgakennda hatursorðræðu á samfélagsmiðlum í garð kvenna. Manna sem kenna konum um að þeir eigi ekki upp á borð hjá þeim með þeim afleiðingum að þeir eru nauðugir skírlífir. Þetta hljómar ótrúlega - og fræðumst meira um svokallaða Incels í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.