Tækniárið 2021 og Maxwell fundin sek í New York

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í fyrri hluta þáttarins lítur tæknisérfræðingur Hádegisins, Kristjana Björk Barðdal, við og fjallar um það helsta sem nýjasta tækni og vísindi færðu okkur á árinu 2021. Í síðari hluta þáttarins höldum við til Bandaríkjanna. Í gær dró til tíðinda í New York þegar auðkonan Ghislane Maxwell, fyrrum ástkona bandaríska auðkýfingsins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, var fundin sek um mansal í kviðdómi, og fyrir að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans. Málið gæti haft áhrif á Andrés Bretaprins, en Virginia Guiffre, eitt fórnarlamba Epsteins, hefur höfðað mál á hendur prinsinum. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.