Svartur föstudagur og þögnin í Laugardalnum

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í dag er svartur föstudagur, black friday - og á mánudagurinn er rafrænn, cyber-monday. Á þessum dögum ár hvert keppast verslanir um að selja sem mest og bjóða mikinn afslátt. Þetta kaupæði teygir sig oftar en ekki út vikuna og hefur þetta verið kallað á íslensku myrkir markaðsdagar, sem ernú bara nokkuð gott. Og þetta er ekki bara á Íslandi, í dag bjóða verslanir um allan heim upp á afslætti af vörum. Það er ekki langt síðan Íslendingar fóru að halda upp á föstudaginn svarta en dagurinn á sér djúpar rætur. Til að örskýra þetta fyrirbæri fyrir okkur í dag er Atli Fannar Bjarkason. Eiði Smára Guðjohnsen var sagt upp sem aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni. Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu laust fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld þar sem greint var frá þessari ákvörðun stjórnarinnar. Síðan þá hefur Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, ekki veitt fjölmiðlum viðtal um ákvöðrun stjórnarinnar. Viðbrögð KSÍ eftir að Eiði Smára var sagt upp - eða ætti kannski að segja viðbragðsleysi við spurningum fjölmiðla - virðist hafa vakið upp gamlan draug: samskiptadrauginn slæma sem hefur búið í Laugardalnum um hríð en haldið var að ný stjórn hefði kveðið niður. Við förum yfir þetta mál í síðari hluta þáttarins með Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttamanni og Kolbeini Marteinssyni, ráðgjafa í almannatengslum. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.