Stríðinu í Afganistan lokið og hin dularfulla Elizabeth Holmes
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við hefjum Hádegið í Afganistan. Það voru eru gleðihróp sem heyrðust á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í gær. Dýrð sé Guði, dýrð sé Guði, sögðu mennirnir og hleyptu af byssum mínum; og sprengdu flugelda. Enda tilefnið ærið. Bandaríkjaher hefur yfirgefið Afganistan, og þeir sem fagna eru liðsmenn Talíbana. Lengsta stríði í sögu Bandaríkjanna lauk með formlegum hætti í gær, þegar síðustu hermenn Bandaríkjahers flugu burt Hamid Karzai alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Elizabeth Holmes ætlaði sér stóra hluti: Hún vildi umbylta heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum, gera blóðprufur og rannsóknir einfaldari, skilvirkari, ódýrari, fljótlegri og umfram allt á allra færi. Háleitt markmið sem efasemdarmenn sögðu ómögulegt. Þrátt fyrir ótrúlega velgengni Theranos, fyrirtækis hinnar ungu Holmes, sem og velgengni hennar sjálfrar, milljarða í tekjur, lof á alþjóðavísu, umfangsmikla starfsemi og svo framvegis og svo framvegis, reyndust efasemdamennirnir hafa rétt fyrir sér. Þetta var of gott til að vera satt. Nú, þremur árum eftir að Holmes hefur verið kærð fyrir umfangsmikil fjársvik, eru réttarhöld í máli hennar að hefjast í Kaliforníu. Hún er sökuð um umfangsmikil fjársvik, lygar og blekkingar. Sögð hafa falsað gögn og rannsóknir og vísvitandi blekkt sjúklinga, lækna og fjárfesta. En hver er þessi kona? Hvað gekk henni til? Vildi hún aðeins öðlast skjóta frægð og frama og var sama þótt hún þyrfti að svíkja og blekkja til að koma sér þangað? Eða ætlaði hún sér - að minnsta kosti í fyrstu - góða og gilda hluti? Jafnvel að breyta heiminum til hins betra? Við skoðum málið í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.