Stóra Birgis-málið og austurríski kanslarinn segir af sér
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Alexander Schallenberg tók í gær við embætti kanslara Austurríkis af Sebastian Kurz, sem sagði af sér í gær. Margir óttast þó að afsögnin sé aðeins til málamynda - að Kurz, sem er sakaður um að hafa notað almannafé til að fegra ímynd sína í fjölmiðlum, fari þó enn með öll völdin - bara nú á bak við tjöldin. Birgir Þórarinsson, sem sat á þingi fyrir Miðflokkinn á síðasta kjörtímabili og var einn þeirra þriggja þingmanna sem Miðflokkurinn fékk kosna í nýafstöðunum kosningum, skipti um lið á laugardag og gekk til liðs við þinglokk Sjáflstæðisflokksins. Miðflokkurinn logar vegna ákvörðunar Birgis en formaður Sjálfstæðisflokkinn bauð Birgi velkominn í þingflokkinn. En mörgum spurningum er ósvarað. Hvað segir íslensk stjórnskipan um svona félagaskipti, svo notað sé orðfæri íþróttanna? Er eitthvað því til fyrirstöðu að fleiri þingmenn flytji sig yfir í stjórnarflokkanna áður en ný ríkisstjórn er mynduð? Hvað verður um Ernu Bjarnadóttur, varaþingmann Birgis, sem hefur gefið út að hún mun ekki elta Birgi yfir í sjálfstæðisflokkinn? Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og kennari í stjórnskipunarrétti, situr situr fyrir svörum í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.