Saga útvarpsins og yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Í gær var alþjóðlegur dagur útvarps - og við hér í Hádeginu höldum daginn hátíðlegan degi síðar með því að líta stuttlega yfir sögu útvarpsins og mennina á bak við öldur ljósvakans. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði við því á föstudaginn að innrás Rússa inn í Úkraínu væri yfirvofandi, og gæti gerst á næstu dögum, þrátt fyrir ítrekuð loforð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að ekkert slíkt sé á döfinni. Þá hét Blinken Úkraínumönnum fullum og kröftugum stuðningi láti Rússar verða af innrás í landið. Rússneskar hersveitir eru nú allt umhverfis landið, ef frá er talinn vesturhluti landsins sem á landamæri að ríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að kalla heim starfsfólk sendiráðsins í Úkraínu. Mörg ríki hafa beðið alla ríkisborgara að yfirgefa Úkraínu, til dæmis Þjóðverjar, Bretar, Norðmenn og Danir. Pútín og Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræddu saman í síma á laugardag, en símtalið er sagt hafa litlu skilað. Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, er gestur Hádegisins í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.