Rannsókn á árásinni í þinghúsið og Mladic áfram í lífstíðarfangelsi
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Veigamiklir öryggisbrestir urðu í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið í Washington 6. janúar síðastliðinn: Lögreglan við þinghúsið var algjörlega óundirbúin, bandarísk lögregluyfirvöld hunsuðu veigamiklar vísbendingar og aðrar mikilvægar upplýsingar náðu aldrei réttum eyrum. Öryggisbrestirnir áttu stóran þátt í því að það fór sem fór þennan örlagaríka dag. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýútgefinni 127 blaðsíðna skýrslu Bandaríkjaþings um árásina. Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti dóm Stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu um ævilangt fangelsi yfir Ratko Mladic, fyrrverandi æðsta yfirmanni í her Bosníu-Serba í gær. Mladic var sakfelldur árið 2017 fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Júgóslavíustríðinu á tíunda áratug síðustu aldar. Sannað þótti að hann hefði staðið fyrir umsátri um Sarajevóborg og fjöldamorði í Srebrenica árið 1995 þegar á níunda þúsund drengir og fullorðnir karlmenn voru teknir af lífi. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.