Pólitísk upplausn á Haítí

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Algjör pólitísk upplausn ríkir á Haítí og óljóst hver heldur þar um stjórnartaumana, ef nokkur. Forsetinn er fallinn, þingið er óstarfhæft og umboð forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar í besta falli vafasamt. Þá hafa minnst þrír stjórnmálamenn lýst því yfir að þeir séu réttmætir leiðtogar landsins. Margar kenningar - og misjafnar - eru á floti um það hvers vegna forsetinn var ráðinn af dögum og hverjir það eru sem standa á bak við verknaðinn. Við förum yfir þær og ástandið á Haítí um þessar mundir í Hádeginu í dag. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.