Omicron og saga jólasveinsins

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Strangar sóttvarnareglur verða hér á landi yfir hátíðarnar, en ríkisstjórnin tilkynnti þær í gær. Ástæðan er hröð útbreiðsla hins bráðsmitandi Omicron-afbrigðis kórónuveirunnar. En það er ekki bara á Íslandi sem Omicron-afbrigðið hefur mikil áhrif á líf fólks yfir jólahátíðina. Nú er farið að líða að jólum fyrir alvöru. Af því tilefni - og þar sem þetta er síðasta Hádegið fyrir jól - ætlum við að rekja upprunasögu merks manns - eða merkra manna - jólasveinanna. Þeirra sem skilja eftir varning og gotterí í skóm barna í aðdraganda jóla. Vekja gleði en líka stundum ugg. Við skoðum tilurð þeirra, tilgang og áhrif í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.