Ólögmætar ófrjósemisaðgerðir og nýr tónn í COVID-19 málum
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Hundruð tékkneskra kvenna voru gerðar ófrjósamar án þeirra samþykkis, allt fram til ársins 2012. Konunum, sem flestar eru af Rómaættum, var ýmist hótað eða þeim mútað til að gangast undir aðgerðina. Aðrar voru blekktar. Nú loksins, eftir langa og stranga baráttu kvennanna, aðgerðarsinna og aktívista, hafa yfirvöld í Tékklandi samþykkt að greiða konunum bætur: 300.000 tékkneskar krónur, eða um 1,7 milljónir íslenskra króna, vegna skaðans. Aðgerðarsinni segir að þar með hafi yfirvöld loks viðurkennt að brotið hafi verið á konunum. Það eru svo COVID-19 málin og vendingar í seinni hluta þáttarins á þessum föstudegi. En það er komið annað hljóð í strokkinn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Bóluefnin gefa minni vörn en áður var talið, en þó eru flestir þeirra sem þau hafa þegið einkennalausir þrátt fyrir smit. Þetta vekur upp spurningar um næstu skref varðandi takmarkanir og viðbrögð við faraldrinum. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Katrínar og Snærósar Sindradóttur.