Meiðyrði í siðfræðilegu samhengi

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Hugtökin meiðyrði og ærumeiðingar hafa mikið borið á góma að undanförnu, sér í lagi í tengslum við umræðu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um kynferðisbrot og ásakanir um kynferðisbrot og áreitni. Margir sem hafa að undanförnu stigið fram og sagt sína sögu, svo sem vegna #MeToo hreyfingarinnar, veigra sér við því að nafngreina þann sem ásakaður er, meðal annars af ótta við einmitt þessi hugtök og hugsanlegar lagalegar afleiðingar þess: Að fá á sig kæru, verða dregin fyrir dómstóla, jafnvel hljóta sekt eða fangelsun. Við fjöllum um hugtökin tvö - meiðyrði og ærumeiðingar - út frá sjónarhóli siðfræðinnar í Hádeginu í dag og fáum til þess Elmar Geir Unnsteinsson heimspeking, sem starfar við Háskóla Íslands og University College Dublin. Hvers vegna þarf að vernda fólk gegn meiðyrðum? Af hverju kjósum við að gera það með lögum, reglum og refsingum? Má ekki alltaf segja það sem satt er? Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.