Mánuður frá innrás Rússa í Úkraínu

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í dag er mánuður frá því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu og stríð brast á með þeim hryllilegu afleiðingum sem við fáum fregnir af dag hvern - og ekkert lát virðist á í bráð. Úkraínsk stjórnvöld segja þó að friðarviðræðum við Rússa miði eitthvað áfram og bandarísk stjórnvöld segja vísbendingar um að Úkraínuher sé í sókn. Á meðan berast fregnir af því að innrásarherinn beiti aukinni hörku eftir því sem hernaðaraðgerðir á jörðu niðri gangi hægar og verr en gert var ráð fyrir. Aðrar fregnir herma að hugsanlega ljúki átökunum með því að hópi ríkra rússneskra auðmanna takist að fá Pútín ráðinn af dögum eða að meðlimir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB fái sig fullsadda og ræni Pútín völdum og taki yfir Kreml. En að sögn ónefndra háttsettra aðila innan leyniþjónustunnar aukast líkurnar á því með hverri vikunni sem innrásin dregst á langinn. Þó segja svo aðrar heimildir að stuðningur við Pútín og innrásina í Úkraínu sé mikill heima fyrir og jafnvel víðar. Hann njóti stuðnings innan stjórnarinnar og meðal ríku ólígarkanna og það muni ekki breytast í bráð. Þetta er staðan á hernaðnum og átökunum en svo er það fólkið. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa tæplega þúsund almennir borgarar látið lífið í átökunum, þar af rúmlega fjörutíu börn, og yfir sextánhundruð særst. Stofnunin segir þó líklegt að rauntölurnar séu mun hærri. Þá eru hér ekki meðtaldir allir hermennirnir sem tapað hafa lífi í átökunum. En á meðan Rússar halda því fram að mannfall úr þeirra röðum sé tiltölulega lágt, eða um fimm hundruð manns, segja aðrar stofnanir, stjórnvöld og fréttamiðlar að líklegra sé að allt frá sjö þúsund til tuttugu þúsund rússneskir hermenn hafi látist í átökunum. Þá hafa tíu milljónir Úkraínumanna þurft að flýja heimili sín vegna átakanna, samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Sex og hálf eru á vergangi í heimalandinu. Rúmar þrjár og hálf milljón manns hafa flúið landið. Á þessum tímamótum förum við yfir ástandið í Úkraínu, stöðuna á stríðinu og framtíðarhorfurnar með Jóni Ólafssyni, prófessor við Háskóla Íslands, í síðari hluta þáttarins. Erfitt hefur reynst að reyna að flokka sannar upplýsingar frá fölskum og réttar fréttir frá röngum frá því að innrásin hófst og öll upplýsingaóreiðan í kjölfarið - á tímum þar sem allt gerist á ógnarhraða og hægt er að miðla í rauntíma. Allskonar misvísandi upplýsingar, myndir og myndbönd hafa komist í dreifingu svo sem á samfélagsmiðlum og farið á flug. Myndir sem til dæmis sýna átök og stríð en reynast svo vera úr allt öðr