Lagaleg réttindi hinsegin fólks og Cuomo í klandri

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Þrátt fyrir þá ímynd að hinsegin fólk búi við bjarta framtíð og full réttindi hér á landi er staðan önnur þegar horft er til lagarammans. Regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu gefa árlega út svokallað regnbogakort þar sem lagaleg réttindi hinsegin fólks í fjörutíu og níu löndum Evrópu eru könnuð með ítarlegum hætti. Ísland hafnar þar í fjórtánda sæti. Snærós Sindradóttir kannar hvers vegna það er í Hádeginu í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti krefst afsagnar Andrew Cuomo ríkisstjóra New York. Ríkissaksóknari fylkisins kynnti niðurstöður óháðrar rannsóknar á framferði ríkisstjórans á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt þeim hefur ríkisstjórinn kynferðislega áreitt fjölda kvenna, þar á meðal samstarfskonur sínar, og brotið gegn bæði ríkis- og alríkislögum. Cuomo þvertekur fyrir það og segir málið allt byggt á misskilningi. Ráðist var í rannsóknina í kjölfar þess að fjöldinn allur af ásökunum á hendur ríkisstjóranum komu fram, eða minnst ellefu. Við förum betur yfir sögu í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Katrínar og Snærósar Sindradóttur.