Kynsegin-intersex menningarminjafundur og síðdegisspjall á Spáni
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Þegar degi tekur að halla að sumarlagi í spænska smábænum Algar í Andalúsíu, draga íbúar fram stóla sem þeir koma fyrir undir berum himni. Þar - á götum, torgum og þrepum bæjarins litla, safnast því saman nágrannar, vinir og vandamenn og spjalla, oft tímunum saman, um daginn og veginn, heima og geima. Og nú berst José Carlos Sanchéz, bæjarstjóri Algar, fyrir því að fá þessa gamalkunnu spænsku hefð, færða á heimsminjaskrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, eða UNESCO, sem nú skoðar málið. Ný DNA rannsókn á gröf höfðingja sem fannst í Finnlandi árið 1968 varpar merkilegu ljósi á stöðu kynsegin- og intersex fólks á miðöldum, en vísindamenn hafa dregið þá ályktun að það hafi jafnvel verið sérstaklega í hávegum haft í samfélaginu. Snærós ræðir við Ármann Jakobsson prófessor um stöðu kynjanna fyrir þúsund árum síðan, í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Katrínar og Snærósar Sindradóttur.