Konur í upplýsingatækni og réttað yfir Matteo Salvini

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í fyrra hluta þáttarins ræðir Kristjana Björk Barðdal um nýja könnun þar sem staða kvenna í upplýsingatækni var skoðuð. Heimur upplýsingatækninnar hefur löngum þótt ansi karllægur, og því athyglisvert að skoða hvað þessi könnun segir okkur. Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtoga Bandalagsflokksins, vegna ákvörðunar hans um að koma í veg fyrir komu skips með flóttamenn um borð hófust um helgina. Salvini er sakaður um frelsissviptingu og fyrir að misnota völd sín sem ráðherra til þess að halda um hundrað og fimmtíu flóttamönnum föngnum úti á sjó í ágúst árið 2019. Sjálfur segir hann réttarhöldin vera súrrealískan farsa. Enda hafi hann aðeins verið að sinna skyldum sínum sem innanríkisráðherra og viðhafa hagsmuni Ítalíu. Salvini á hins vegar yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði dómstólar á öðru máli. Við fjöllum nánar um Matteo Salvini í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.