Kjarnorkuviðbúnaður Pútíns

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás Rússa í Úkraínu á fimmtudaginn. Síðan þá hafa hundruð úkraínskra hermanna og almennra borgara verið myrtir, hundruð þúsunda Úkraínumanna, minnst hálf milljón, hefur þurft að flýja heimili sín á sama tíma og biðin eftir að komast úr landi lengist, gríðarmikil eyðilegging blasir við í Donetsk, sprengjum rignir yfir íbúðasvæði í Kharkiv og víðar um landið, herlið Rússa færir sig upp á skaftið, hefur tekist að umkringja borgina Kherson í suðurhluta Úkraínu eftir harða atlögu næturinnar. Gríðarlöng fylking farartækja rússneska hersins nálgast Kænugarð óðfluga og borgarbúar búa sig undir að árásir rússneskra herja þyngist mjög. Þá stendur til að rannsaka hvort herlið Rússa hafi framið stríðsglæpi, svo sem í árás Rússa á Kharkiv. Innrás Pútíns stigmagnast ört. Forsetinn setti kjarnorkuvopnasveitir í viðbragðsstöðu á sunnudaginn, við litla ánægju alþjóðasamfélagsins. Í seinni hluta þáttarins ræðum við við Friðrik Jónsson, sérfræðing í öryggis- og varnarmálum, um hvaða þýðingu kjarnorkuhótanir Rússlandsforseta hafa. En við hefjum þáttinn á að fara yfir þessa fyrirskipun forsetans, afleiðingar hennar og aðdraganda. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.