Ken Thomas og íslenskt tónlistarlíf

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Enski upptökustjórinn Kenneth Vaughan Thomas, betur þekktur sem Ken Thomas, lést þann áttunda júlí eftir að hafa kljáðst við Parkinson sjúkdóminn í áraraðir. Arfleið hans er merk og mikil - bæði vann hann með heimsfrægum listamönnum á borð við Queen og David Bowie - en tók einnig sérlegu ástfóstri við Ísland, land og þjóð, sér í lagi íslenskt tónlistarlíf. Hann vann með Sykurmolunum, Sigur Rós, Bubba Morthens, Risaeðlunni, Nýdönsk, Mínus og Botnleðju, svo dæmi séu nefnd. Áhrif hans á tónlistarlíf- og sögu lands vors og þjóðar eru því umtalsverð. Við ræðum við Curver Thoroddsen, tónlistarmann og upptökustjóra, í Hádeginu i dag, um manninn, starfið og arfleifð hans. Curver vann náið með Ken Thomas, meðal annars unnu þeir saman að plötu fyrir Mínus sem var tekin upp að hluta í unglingaherbergi Curvers í Árbænum. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.