Jarðskjálfti á Haítí og enski boltinn byrjaður að rúlla

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Tæplega þrettán hundruð hafa fundist látin eftir að öflugur jarðskjálfti - sjö komma tveir að stærð - reið yfir Haítí á laugardaginn. Minnst fimm þúsund og sjö hundruð slösuðust og enn er leitað í rústunum. Aðeins eru um ellefu ár frá því að öflugur jarðskjálfti varð vel á þriðja hundrað þúsund að bana í höfuðborg landsins. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar, stærstu og vinsælustu fótboltadeild í heimi, fór fram um helgina. Leikvangar voru þétt settnir í fyrsta sinn í eitt og hálft ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst og stemningin draup af strái hverju. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður lítur við í síðara hluta þáttarins og ræðir við okkur um ensku deildina, vonir og væntingar stóru liðanna, helstu félagaskipti og nýjar reglubreytingar. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Katrínar og Snærósar Sindradóttur.