Ítalir Evrópumeistarar í knattspyrnu karla 2021
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Ítalir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu karla árið 2021. Liðið hafði betur gegn Englendingum í leik gærdagsins eftir vítaspyrnukeppni. Leikurinn var stórmerkilegur fyrir margar sakir en Ítalía hneppti titilinn í annað sinn í sögu mótsins. Þá var þetta einnig í annað sinn sem sigurvegari Evrópumótsins er útkljáður með vítaspyrnukeppni - og aldrei áður hefur mark í úrslitaleik verið skorað jafn snemma og fyrsta mark Englendinga á 1:57 mínútu. Á meðan vonbrigðin voru mikil í Lundúnum ætlaði allt um koll að keyra í fagnaðarlátunum á Ítalíu þegar sigurinn var í höfn. Við ræðum við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann um leikinn, leiksigranna, sorgirnar og allt sem á eftir fylgdi: fagnaðarlæti og fordóma. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.