Hvað og hverjir eru ISIS-K?

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Mannskæð sprengjuárás var gerð á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í síðustu viku, tugir létust og hundruð særðust. Hryðjuverkusamtökin ISIS-K lýstu ábyrgð árásarinnar á hendur sér? Hvað er nú það spurðu mörg sig. Við þekkjum öll ISIS, samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki og fóru mikinn á síðustu árum tímum vargaldar í Írak og Sýrlandi, en lítið hefur heyrst af síðustu misseri. ISIS-K eru nokkurskonar svæðisbundinn undirhópur ISIS og kennir sig við landsvæðið Korashan, svæði sem Afganistan tilheyrir. Þeir eru svarnir andstæðingar Talíbana, sem fara nú með tögl og hagldir í Afganistan eftir að tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og annarra herliða Atlantshafsbandalagsins NATÓ yfirgáfu þetta stríðshrjáða land. En hvaðan koma þeir, hver er forsagan og eru átök milli og þeirra og Talíbana nú í vændum? Njóta þeir stuðnings í Afganistan? Gunnar Hrafn Jónsson, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, og fyrrum fréttamaður á erlendu deildinni hér á RÚV, flytur sinn fyrsta pistil í Hádeginu hér í síðari hluta þáttarins. Og þar verður ISIS K og framtíð Afganistan til umræðu. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.