Harris lætur Kínverja heyra það og fatafjöll í Afríku
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við byrjum í Suður-Kínahafi. Kamilla Harris, varaforseti Bandaríkjanna, vandaði kínverskum stjórnvöldum ekki kveðjurnar í gær þegar hún gerði hernaðarumsvif Kínverja í Suður-Kínahafi að umtalsefni sínu á blaðamannafundi í Singapúr. Hún sakaði þá um yfirgang og fantaskap og fyrir að virða ekki alþjóðlega dómsúrskurði. Í síðari hluta þáttarins bregðum við okkur til Afríku til að skoða fjöll. Fjöll sem eru gerð úr fötum. Fötum tískuóðra vesturlandabúa og fataiðnaðar sem framleiðir miklu meira en eftirspurnin er. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Guðmundar og Þórhildar Ólafsdóttur.