G7-fundurinn og á að sýna mann berjast fyrir lífi sínu í beinni ?
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við byrjum í Kornbretalandi, þar sem ráðstefna G7-ríkjanna var haldin yfir helgina - en fundi þessara leiðtoga sjö stærstu iðnríkja heims: Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands - lauk í gær með pompi og prakt. En hvað varð úr? Verður stóryrðum leiðtoganna hrint í framkvæmd? Urðu veigamiklar ákvarðanir teknar? Hver verða sum sé áhrif og afdrif ráðstefnunnar? Christian Eriksen leikmaður danska karlalandsliðsins í fótbolta er á batavegi eftir að hafa farið í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í fótbolta á laugardag. Eriksen var milli heims og helju um tíma og milljónir manna út um allan heim horfðu á þennan knattspyrnusnilling berjast fyrir lífi sínu í beinni útsendingu. Guðmundur Björn ræðir í síðari hluta þáttarins við Kristjönu Arnarsdóttur, íþróttafréttamann, um hvað gerðist á laugardaginn og hvers vegna í ósköpunum þetta var allt saman sýnt í sjónvarpi. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.