Flugfélög og flugþyrstir Íslendingar og Apple Daily hættir í Hong Kong
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Flugfélagið Play Air fer í sitt jómfrúarflug á morgun. Þá fer ferðamönnum fer ört fjölgandi hér landi með auknum afléttingum sóttvarna og samkomutakmarkana, og sólarþyrstir Íslendingar fara nú í auknum mæli út fyrir landssteinanna, eftir meira en ár af einangrun. Í morgun bárust svo fréttir af því að endurreisn WowAir sé enn í fullum gangi og flugfélagið hafi sótt um flugrekstrarleyfi til samgöngustofu. Guðmundur Björn fjallar um flugþyrsta Íslendinga í fyrri hluta Hádegisins, og ræðir meðal annars við sveiflukónginn Geirmund Valtýsson, sem hefur aldrei farið til útlanda. Í síðari hluta þáttarins heldur Katrín til Hong Kong. Dagblaðinu Apple Daily, eina fjölmiðlinum sem stutt hefur lýðræðishreyfinguna í Hong Kong af afli, hefur verið lokað. Lokunin kemur í kjölfar aðgerða stjórnvalda - áhlaupi á starfsstöðvar dagblaðsins, handtökur stjórnenda og starfsmanna þess og frystingu eigna félagsins. Aðaleigandi dagblaðsins, ritstjóri þess og framkvæmdarstjóri hafa verið ákærðir fyrir brot gegn tiltölulega nýsettum þjóðaröryggislögum kínverskra stjórnvalda. Þeir eru ásakaðir um samsæri gegn stjórnvöldum í Kína. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.