Fellibylurinn Ída og krísan í Laugardalnum

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við hefjum Hádegið í dag í Bandaríkjunum. Í gær voru sextán ár frá því að fellibylurinn Katrína reið yfir Louisiana-ríki í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að um átján hundruð misstu lífið, fjölmargir misstu heimili sín, allar eigur, og jafnvel lífsviðurværið. Og einmitt í gær, á þessum tímamótum í Louisiana skall fjórða stigs fellibylurinn Ída á. Það leikur á allt á reiðiskjálfi í Laugardalnum eftir að kona greindi frá því í kvöldfréttum RÚV á föstudag að leikmaður í A-landsliði karla í fótbolta hefði játað að hafa beitt hana ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni á skemmtistað fyrir fjórum árum. Knattspyrnusambandinu var haldið upplýstu um málið á sínum tíma en það rataði aldrei í fjölmiðla þrátt fyrir háværan orðróm. Orð konunnar stönguðust á við orð Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, sem sagði í Kastljósi í vikunni að engin tilkynning hefði borist sambandinu um kynferðisbrot leikmanna. Í kjölfarið beindust öll spjót að KSÍ og í gærdag sagði Guðni af sér sem formaður KSÍ, og tveir leikmenn landsliðsins hafa verið dregnir úr hópnum fyrir komandi landsliðsverkefni. Orri Freyr Rúnarsson íþróttafréttamaður er mættur til okkar og ræðir um málið við Guðmund Björn. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.