Dylan sakaður um kynferðisofbeldi og Biden sér ekki eftir neinu
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Bandaríski tónlistarmaðurinn og Nóbelsskáldið Bob Dylan bætist nú í stóran og sístækkandi hóp ástsælla listamanna sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi. Dylan er sakaður um að brjóta kynferðislega gegn tólf ára stúlku fyrir rúmlega hálfri öld. Katrín segir okkur meira um málið. Joe Biden Bandaríkjaforseti stendur við þá ákvörðun sína að draga herlið Bandaríkjanna burt frá Afganistan, en Biden sætir nú mikilli gagnrýni vegna landvinninga Talíbana í Afganistan, en þeir hafa náð landinu á sitt vald úr höndum afganskra stjórnvalda. Þúsundir Afgana hafa reynt að flýja land með litlum árangri. Við ræðum um stöðuna í Afganistan, og Joe Biden, í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.