Britney losnar við föður sinn og síðustu helfararréttarhöldin
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Dómari í Los Angeles hefur fallist á kröfu söngkonunnar Britney Spears um að faðir hennar verði settur af sem lögráðamaður hennar. Sjálfur hafði hann óskað eftir því að fá að hætta á eigin forsendum en dómarinn sagði að núverandi fyrirkomulag væri óboðlegt og skipaði endurskoðanda til að halda tímabundið utan um fjármál söngkonunnar sem hlaupa á milljörðum. Í örskýringu vikunnar segir Atli Fannar Bjarkason okkur frá öllu því nýjasta í máli Britney Spears. Réttarhöld í máli hinnar níutíu og sex ára Irmgard Furchner áttu að hefjast í gær í Þýskalandi. Furchner starfaði á tíma Þriðja ríkisins sem ritari á skrifstofu fangabúða nasista í Stutthof í Póllandi á árunum 1943 til 1945 og er ákærð fyrir að hafa með kerfisbundnum hætti átt þátt í dauða rúmlega tíu þúsund fanga. Ekkert varð þó úr réttarhöldunum í gær þar sem Fuchner lét aldrei sjá sig í réttarsal - heldur lagði hún á flótta, tók leigubíl frá hjúkrunarheimili sínu í átt að neðanjarðarlestarstöð, en náðist svo á rölti nokkrum klukkutímum síðar. Réttarhöldunum, sem gætu verið þau síðustu sinnar tegundar, síðustu réttarhöld vegna helfararinnar, hefur verið frestað til nítjánda október. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.