Aðstæður í Moldóvu og afsögn ráðherra vegna klámáhorfs í þinginu
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Stjórnvöld í Moldóvu, fátækasta ríki Evrópu, fylgjast grannt með framvindunni í nágrannaríkinu Úkraínu, einkum eftir að rússneskur herforingi lét hafa eftir sér að Rússlandsher stefndi á að ná fullum yfirráðum yfir suðurhéruðum Úkraínu. Gangi það eftir hafa Rússar beinan aðgang að moldóvska landamærahéraðinu Transnistríu. Héraðið hefur verið á valdi rússneskumælandi aðskilnaðarsinna frá 1992 og er í nánu bandalagi við Rússa, sem eru með á annað þúsund hermanna þar nú þegar. En hvað er að gerast í Moldóvu, og hvað er Transnistría? Guðmundur Björn fjallar um málið í fyrri hluta þáttarins. Neil Parish, þingmaður breska Íhaldsflokksins, sagði af sér á laugardaginn eftir að tveir samstarfsmenn hans höfðu í tvígang staðið hann að því að horfa á klám við störf í neðri deild breska þingsins. Upphaflega sagðist Parish ekki ætla að segja af sér en snerist svo hugur um helgina þegar afleiðingar gjörða hans, sem hann lýsti sem stundarbrjálæði, urðu honum ljósar. Málið varpaði ljósi á stærra vandamál kynjamisréttis innan breska þingheimsins. Katrín fer betur yfir þetta mál í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.