Ársþing KSÍ og úkraínskur varaliðshermaður
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við byrjum á íþróttunum á þessum föstudegi. Fáum til okkar Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann til að fara yfir ársþing Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram núna á laugardaginn, en gera má ráð fyrir að þar verði lagður grunnur að starfi samtakanna næsta árið eða svo. Í síðari hluta þáttarins höldum við til Úkraínu. Í morgun bárust fregnir af því að rússneski herinn hefði hafið loftárásir á höfuðborgina Kænugarð, og sprengjum hafi rignt yfir Poznyaky hverfið í borginni - þrátt fyrir að Rússari hafi gefið það út árásum yrði ekki beint gegn almennum borgurum. Við ræðum við úkraínskan varaliðshermann, Viktor Tregubov, sem var staddur í Vilnius í Litháen í gær þegar við náðum af honum tali - og bar þá von í brjósti að hann kæmist sem fyrst til Úkraínu - til að berjast. Honum hefur nú orðið að ósk sinni. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.