Afganistan og almenningssamgöngur til og frá Keflavíkurflugvellli

Hádegið - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Ástandið í Afganistan fer síversnandi undir stjórn Talíbana. Aukið hefur á örbirgð og fátækt, það stefnir í matarskort og hungursneyð. Og þetta allt þrátt fyrir innspýtingu gífurlegs fjármagns Bandaríkjamanna til Afganistan - fjármagn sem átti að meðal annars að skila sér í uppbyggingu innviða í Afganistan. Hvert fóru þeir peningar, hvernig var þeim eytt - dugðu þeir svona skammt? Gunnar Hrafn Jónsson sækir Hádegið heim. Í síðari hluta strætó fjöllum við um almenningssamgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Við ættum kannski að segja skorti á þeim. Ólíkt því sem tíðkast víðast hvar í heiminum er ekki hægt að taka almenningssamgöngur á háannatíma til og frá alþjóðaflugvellinum á Íslandi, í Keflavík. Það er þó hægt að taka flugrútu, sem kostar sitt. En hvað veldur þessu? Guðmundur Björn kynnti sér málið og ræddi við Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.