100 ára afmæli Kommúnistaflokksins og ofbeldi presta í Póllandi
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Við byrjum Hádegið í dag í Kína, en verður mikið um dýrðir í Peking, höfuðborg Kína á morgun, þegar haldið verður upp á hundrað ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Flokkurinn komst til valda við lok kínversku borgarastyrjaldarinnar 1949 og hefur haldið völdum æ síðan, þótt áherslur flokksins hafi breyst töluvert í tímana rás. Guðmundur Björn ræðir við Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, um sögu þessa næst fjölmennasta stjórnmálaflokks heims. Mörg hundruð börn og ungmenni hafa verið misnotuð eða beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu presta kaþólsku kirkjunnar í Póllandi. Ný skýrsla á vegum kirkjunnar leiðir þetta í ljós. Við skoðum þetta mál í síðari hluta þáttarins. Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.