Hvernig græðir Spotify og vetrarólympíuleikarnir
Hádegið - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Streymisveitan Spotify hefur verið í umræðunni undanfarna daga vegna útspils kanadíska rokkhundsins Neil Young. Hann lét fjarlægja tónlist sína af Spotify til að mótmæla því að Joe nokkur Rogan fengi að halda hlaðvarpi sínu úti þar. Rogan hefur verið sakaður um að dreifa fölskum upplýsingum um bólusetningar til 11 milljón hlustenda sinna og Young tók því ekki þegjandi og hljóðlaust. Fólk verður því að leita annað til að hlusta á Keep On Rockin? In The Free World og Harvest Moon. En við ætlum ekki að dvelja við þessa deilu í örskýringu vikunnar heldur kafa aðeins dýpra ofan í Spotify. Hvernig virkar það og hvernig fær tónlistarfólk greitt? Fær það yfirhöfuð eitthvað greitt, hversu mikið og fyrir hvað? Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Peking nú í hádeginu. Ísland á fimm keppendur á leikunum í ár. Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður, leiðir okkur í allan sannleikan um ólympíuleikana í ár hér í síðari hluta þáttarins; hverjum við eigum að fylgjast með og hversu líklegir íslensku keppendurnir eru til afreka. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.