#48 – Icelandair í sterkri stöðu eftir krísuástand síðustu ára – Bogi Nils Bogason
Flugvarpið - Podcast készítő Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um framtíðarplönin og viðsnúning í rekstri félagsins. Hann segir ótrúlegt afrek starfsfólksins að hafa komið félaginu á þann stað sem það er í dag á undraverðum tíma. Lausafjárstaða félagsins er sterk og uppbygging framundan eftir krísur síðustu árin. Rætt er um kjarasamninga framundan, flotamálin, innanlandsflugið og hvernig félaginu var forðað af bjargbrúninni árið 2020.
