Virkjunin í Vatnsdalsá sem sumir vilja ekki sjá

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Í þættinum í dag verður fjallað um fyrirhugaða vatnsaflsvirkjun Orkusölunnar efst í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Frétt um virkjunina birtist á forsíðu Morgunablaðsins þann 8. október. Um var að ræða fyrstu tíðindin sem bændur og landeigendur í Vatnsdal höfðu heyrt um virkjunina. Fréttin snerist um það að Orkusalan hefði keypt jörðina Forsælu sem er ofarlega í Vatnsdal og íhugaði að byggja þar virkjun. Hrossabóndi í Gilsstöðum í Vatnsdal, Kristján Þorbjörnsson, segir að það sé útilokað að Orkusalan geti byggt virkjunina án þess að fá landeigendur í lið með sér. Kristján er jafnframt formaður veiðifélags Vatnsdalsár en áin hefur um árabil verið þekkt laxveiðiá. Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar, segir að það sé mikil þörf fyrir aukna raforkuframleiðslu hér á landi. Hann segir að fyrirtækið finni fyrir þeirri ábyrgð. Orkusalan starfar eingöngu á smásölumarkaði og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja.