Verður bláskelin næsta gullæði Íslendinga?

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Skelfiskrækt er stærsta tækifæri sem við Íslendingar höfum til nýsköpunar. Við strendur landsins eru einstakar aðstæður á heimsvísu til ræktunar á skelfiski. Ef fundnar verða leiðir til að yfirstíga helstu áskoranir sem þessi atvinnugrein glímir við nú, verður hægt að framleiða með vistvænum hætti, meiri verðmæti en allur íslenski sjávarútvegurinn gerir nú. Þetta segir Júlíus Birgir Kristinsson doktor í líffræði.