Vaccinium uliginosum, myrtillus og cyanococcus

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Við erum komin í síðari hluta ágúst, sumrinu fer senn að ljúka. Með haustinu koma þó fallegir litir, uppskera, villibráð og einhver ljúfur undirbúningshjúpur fyrir veturinn. Við skellum okkur kannski í bústað, byrjum aftur í ræktinni, hugum að garðinum fyrir veturinn, kippum trampólínunum inn og förum í berjamó. Er það ekki annars? Sunna Valgerðardóttir fjallar í þættinum um íslensku bláberin (Vaccinium uliginosum), aðabláberin (Vaccinium myrtillus) og hlussuberin sem við neyðumst svo oft að kaupa dýrum dómum úti í búð (Vaccinium cyanococcus).