Útlendingarnir sem máttu ekki vera hérna

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Útlendingar verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Eða reyndar þeir útlendingar sem voru sendir úr landi með leiguflugi til meginlandsins í síðustu viku. Þeir fimmtán útlendingar sem stjórnvöld handtóku, lyftu úr hjólastól, kipptu úr framhaldsskóla og settu suma í fangelsi, en eru nú á götunni í Grikklandi. Búið að kalla ríkislögreglustjóra fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og embættið á að skila greinargerð til dómsmálaráðuneytisins um framkvæmdina. En það er alls ekkert víst að þetta væri svona í umræðunni ef þetta hefði ekki náðst á filmu, og þetta náðist á filmu, þó að starfsfólk ISAVIA hafi sannarlega reynt að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. UNICEF, Biskup Íslands, Rauði krossinn, Þroskahjálp, Öryrkjabandalagið, Kennarasambandið, Sjálfsbjörg og Amnesty International eru meðal þeirra stofnana sem hafa fordæmt aðgerðirnar, en eftir stendur að ráðamenn segja að það sé einfaldlega verið að fylgja lögum. Þó sé nú ekki alveg í lagi að lögreglan hafi ekki bíl til umráða sem geri ráð fyrir fólki í hjólastólum. Þessi atburðarrás, sem dómsmálaráðherra segir reyndar að eigi sér stað í hverri viku þó að við vitum ekki af því, hófst á miðvikudag, 2. nóvember og Sunna Valgerðardóttir fer yfir hana í þætti dagsins.