Upp með varnargarðana strax

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Ármann Höskuldsson jarðfræðingur vill varnargarða strax vegna yfirvofandi eldgoss á Reykjanesi. Hann segir ákvarðanafælni og upplýsingaóreiðu ríkja í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé of mikið í húfi. Milljónir, eða jafnvel milljarðar, í varnargarða skipti litlu máli þegar þúsund milljarðar gætu verið í hættu. Ef hann mundi ráða, væri hann búinn að lýsa yfir hættustigi vegna jarðhræringanna. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ármann í þætti dagsins.