Umdeild tilfærsla embættismanns milli safna

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skipaði Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í stöðu Þjóðminjavarðar í lok ágúst. Þetta var gert án auglýsingar og stuðst við lagaheimild sem gefur leyfi fyrir tilfærslum embættismanna í starfi. Tilfærslan hlaut ekki góðar viðtökur, ekki vegna Hörpu persónulega, heldur kannski aðallega vegna þess að það er mögulega slatti af fólki hér sem hafði áhuga á starfi þjóðminjavarðar, sem hafði ekki verið laust til umsóknar í 22 ár. Harpa sagði sömuleiðis í viðtali að hún hefði ekkert endilega sótt um stöðuna ef hún hefði verið auglýst, enda nýbúið að endurnýja stöðuna hennar í Listasafninu. Ráðherra hefur reynt að svara fyrir ákvörðun sína, en ýmiss fagfélög, eins og til dæmis fornleifafræðingar, krefjast þess að þessu verði snúið við. Skipan þjóðminjavarðar er á dagskrá Þetta helst í dag og Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.