Stríðið á Gaza II: Að loka ekki augunum

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Meira en 12.000 börn og konur hafa verið drepin í stríðinu á Gaza og það er nánast að gerast í beinni útsendingu fyrir alþjóð. 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna var virkjuð af framkvæmdastjóranum í gær, sem þýðir að hann geti beitt sér fyrir öryggisráðinu. Þetta er sjaldgæft. En hér heima á Íslandi hafa sum einfaldlega hætt að fylgjast með fréttum til að vernda sína eigin geðheilsu og reynt að sníða hjá myndskeiðum af grátandi, særðum eða dánum börnum á samfélagsmiðlum. Önnur hella sér í hyldýpið, fylgjast skelfingu lostin með hryllingnum sem eykst á Gaza dag frá degi, skrifa undir lista, birta færslur á samfélagsmiðlum, ákalla stjórnvöld, fordæma stjórnvöld, senda tölvupósta, mæta á mótmæli og líklega gráta. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þessum seinni þætti um Gaza við Eyrúnu Björk Jóhannsdóttur, sem hefur valið seinni leiðina. Hún reynir allt hvað hún getur til að vekja athygli á hryllingnum sem er að gerast.