Stríð verkalýðshreyfingarinnar við Wolt
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Verkalýðshreyfingin víða um Evrópu heyjar harða baráttu við heimsendingarfyrirtækið Wolt og sakar það um að dansa í kringum leikreglur vinnumarkaðarins. Hreyfingin sakar Wolt um að stunda gerviverktöku, fyrra sig ábyrgð á sendlunum og skræla af þeim réttindi launþega. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja verkalýðsfélögin þurfi að laga sig að nútímanum. Þóra Tómasdóttir ræðir við fulltrúa ASÍ, upplýsingafulltrúa Wolt og sendil hjá Wolt á Selfossi.