Sértrúarsöfnuður veldur usla í Japan

Þetta helst - Podcast készítő RÚV

Kategóriák:

Trúarsöfnuður sem stofnaður var í Kóreu á sjötta áratug síðustu aldar og var upp á sitt besta á árum kalda stríðsins er í sviðsljósinu að nýju eftir morðið á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, sem var borinn til grafar í Tókýó í vikunni. Morðingi Abes var drifinn áfram af hatri á Sameiningarkirkjunni eins og söfnuðurinn hét lengst af, þó nú sé formlegt nafn hans Heimsfriðarsamtök fjölskyldna, og flestir þekki safnaðarbörnin helst sem Moonista eða Moonies, í höfuðið á stofnanda safnaðarins, sem fylgjendur álita hafa verið guðleg vera, hins kóreska Moon Sun Myung. Náin tengsl hafa um árabil verið milli Sameiningarkirkjunnar og Abes og annarra japanskra stjórnmálamanna. Þetta helst fjallar um Moonista og tengslin við Japan - og Ísland.