Riða í mönnum og dýrum
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður, er fyrirsögn fréttaskýringar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Nú hefur verið staðfest að nærri 130 íslenskar kindur bera ákveðnar arfgerðir, eru þannig byggðar í genunum, að þær eru verndaðar gegn riðu. Það á að rækta sauðfjárstofn sem er ónæmur gagnvart riðu og gera það hratt. Þetta helst skoðar hvað er fram undan í riðufrírri sauðfjárrækt á Íslandi og lítur á tengsl - eða ekki tengsl - riðu í sauðfé og svo riðu í mönnum. Sömuleiðis verður kafað ofan í þessa óhugnanlegu príon-sjúkdóma sem engin lækning er til við. Bretland er líklega það land sem hefur farið hvað verst úti þegar kemur að mannariðu, en við virðumst hafa sloppið nokkuð vel hingað til. En hvað er riða, hvernig lýsir hún sér, og hvað gerir sjúkdómurinn þegar hann hefur tekið sér bólfestu í dýrum - eða fólki? Einkenni riðusjúkdóma í fólki eru skjálfti og doði í útlimum, sjónskerðing, minnisleysi, persónuleikabreytingar, taugaveiklun, taugakippir, hláturrokur, vitglöp, lömun og á endanum dauði. Kindariða er langvinnur, banvænn og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem veldur hrörnun í heila og mænu. Veikin leiðir kindina stundum til dauða á nokkrum vikum. Einkenni eru meðal annars kláði, taugaveiklun, skjálfti og lömun. Við skoðum manna- og kindariðu í Þetta helst í dag,