Prinsinn sigraði stórveldið
Þetta helst - Podcast készítő RÚV
Kategóriák:
Harry Bretaprins vann sigur í máli sínu gegn fjölmiðlasamsteypunni Mirror Group fyrir rétti í London. Þrjú blöð brutu lög með umfjöllun sinni um prinsinn sem var byggð á upplýsingum sem fólk á vegum þeirra aflaði með því að brjótast inn í síma hans, og þúsunda annarra, og hlusta á talhólfsskilaboð. Símahlerunarmálið stóra, sem upp komst 2011, skók heimsbyggðina og eftirskjálftarnir eru bara rétt að byrja. Dómurinn er sagður fordæmisgefandi og líklegt að hann muni breyta bresku fjölmiðlalandslagi til frambúðar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Andrés Jónsson um fjölmiðla, einkalíf og mögulega þróun í náinni framtíð.